fbpx Skip to main content

Kynningarfundur og einstaklingsviðtal

Kynningarfundur í hóp eða einstaklingsbundinn

– er áður en aðgerð er ákveðin. Þetta er án kostnaðar. Hafðu gjarnan samband við okkur til að skipuleggja ferlið sem best fyrir þig, sjá nánar hér að neðan. Við bjóðum upp á upplýsingafundi og samtal við sjúklinga á ólíkum tungumálum; sænsku, dönsku, íslensku, ensku og arabísku.

Það kostar ekkért að mæta á þessa fundi

-Upplýsingafundir fyrir hópa eru nánar auglýstir á heimasí ðu okkar. Þú ert velkomin að taka með þér vin eða ættingja á kynninguna!

Þessu fylgja engar skyldur og þú munt örugglega fá nýjar upplýsingar. Við munum svara spurningum þínum eftir bestu getu. Skráðu þig á eyðublaðið á netsíðu okkar eða á hafðu samband beint í e-mail; info@gbobesitas.com .

Staðsetning: Klínikkin er í Västra Hamnen í Malmö, Lilla Varvsgatan 11 – við hliðina á Turning Torso.

Meðferðartilboð

Auk aðgerðanna magahjáveitu og magaermi

-fylgir í meðferðartilboðinu:

 • ráðleggingar fyrir aðgerð
 • speglunnaraðgerð í svæfingu
 • lega á legudeild eftir þörfum eftir aðgerð
 • þú getur hringt beint í vakthafandi skurðlæknir eftir þörfum eftir aðgerð
 • ef upp koma fylgikvillar fyrstu 30 daga eftir aðgerð önnumst við þá þér að kostnaðarlausu
 • eftirlit á móttöku í eitt ár
 • ráðleggingar frá næringjarráðgjafa og hjúkrunnarfræðingi fyrstu tvö árin eftir aðgerð eftir þörfum
 • eftirfylgni hjá lækni með blóðprufum eftir 3 mánuði og eitt ár og aukalega eftir þörfum

-ef þú býrð í meira en 2-3 tíma bíltúr frá klínikkinni þarft þú að búa á hóteli í Malmö í 2-3 daga áður en þú ferð heim. Þennan gistikostnað þarft þú að greiða sjálf(ur) eða SÍ ef þú ert á þeirra vegum. Við hjálpum þér að útvega hótel eftir þörfum.

-Verðið er 75000 SEK

Önnur meðferðartilboð

 • SASI -single anastomosis sleeve ileal bypass

-Hér er sama meðferðarprógram og við magahjáveitu og magaermi, en eftirfylgnin er lengri þar sem fylgst er með næringar og efnaskiptaþáttum í 5 ár eftir aðgerð. SASI kemur helst til greina hjá sjúklingum með mjög mikla yfirþyngd (BMI yfir 55) eða hjá sjúklingum sem hafa farið í magaermi en þyngst verulega aftur.

-Verð á SASI-aðgerð hjá sjúklngum sem ekki hafa farið í magaermi áður er 90000 SEK, en ef gerð hefur verið ermi sem ekki þarf að endurgera er verðið 75000 SEK.

 • Við tökum að okkur uppvinnslu og meðferð fylgikvilla eftir offitu/efnaskipta aðgerðir

-ef þú hefur áður farið í offituaðgerð, svo sem magaband, hjáveitu eða magaermi og átt við krónisk vandamál að stríða sem tengjast aðgerðinni, getum við annast uppvinslu og meðferð þessara vandamála.

Til dæmis getur þurft að breyta einni aðgerðartegund yfir í aðra sem hentar betur. Við önnumst einnig verkja og næringarvandamál eftir fyrri aðgerðir. Þú ert velkomin að hafa samband við okkur.

-Hvað varðar verð vinsamlegast hafðu samband (fer eftir því hvað þarf að gera).

 

 • Endurtenging hjáveituaðgerðar til eðlilegrar anatómíu

Það kemur fyrir að endurtengingar á magahjáveitu er þörf, sérstaklega ef aðgerðin orsakar mikil óþægindi sem skerða lífsgæði, þetta getur verið mikið mataróþol, slæm blóðsykurföll eða slæmt næringarástand sem erfiðlega ræðst við með bætiefnum. Hafðu samband og okkar reyndu skurðlæknar meta með þér hvort endurtenging geti verið lausn fyrir þig.

Hvað varðar verð hafðu samband.

 

 • Lyfjameðferð (sænskir sjúklingar)

Það eru á markaðnum nokkur lyf gegn yfirþyngd. Þessi lyf eru lyfseðilsskyld. Kosnaður lyfjameðferðar er tölverður en langtímaverkun óvss.

Hvað varðar verð hafðu samband.

Hafðu samband/bóka tíma

Vinnsamlegast fyllið út eyðublaðið hér. Við munum svara þér innan sólahrings!