- Við tökum að okkur uppvinnslu og meðferð fylgikvilla eftir offitu/efnaskipta aðgerðir
-ef þú hefur áður farið í offituaðgerð, svo sem magaband, hjáveitu eða magaermi og átt við krónisk vandamál að stríða sem tengjast aðgerðinni, getum við annast uppvinslu og meðferð þessara vandamála.
Til dæmis getur þurft að breyta einni aðgerðartegund yfir í aðra sem hentar betur. Við önnumst einnig verkja og næringarvandamál eftir fyrri aðgerðir. Þú ert velkomin að hafa samband við okkur.
-Hvað varðar verð vinsamlegast hafðu samband (fer eftir því hvað þarf að gera).
- Endurtenging hjáveituaðgerðar til eðlilegrar anatómíu
Það kemur fyrir að endurtengingar á magahjáveitu er þörf, sérstaklega ef aðgerðin orsakar mikil óþægindi sem skerða lífsgæði, þetta getur verið mikið mataróþol, slæm blóðsykurföll eða slæmt næringarástand sem erfiðlega ræðst við með bætiefnum. Hafðu samband og okkar reyndu skurðlæknar meta með þér hvort endurtenging geti verið lausn fyrir þig.
Hvað varðar verð hafðu samband.
- Lyfjameðferð (sænskir sjúklingar)
Það eru á markaðnum nokkur lyf gegn yfirþyngd. Þessi lyf eru lyfseðilsskyld. Kosnaður lyfjameðferðar er tölverður en langtímaverkun óvss.
Hvað varðar verð hafðu samband.