fbpx Skip to main content

Efnaskipta/offituaðgerðir

Yfir helmingur að fullorðnum Íslendingum eru of þungir. Þeir sem eru of þungir og ætla að taka á sínum málum reyna oftast einhvern megrunnarkúr. Megrunnarkúrar hafa það allir sameiginlegt að neytt er færri hitaeininga en líkaminn þarf – líkaminn fer í sultarástand og maður léttist. Þetta gengur meðan á megrunnarkúrnum stendur. Vandamálið byrjar er megrunnarkúrnum lýkur og og maður reynir að viðhalda nýrri og léttari líkamsþyngd.

Orsök þess að það er mjög erfitt að viðhalda nýrri og léttari líkamsþyngd er að líkamin fer að verja sig gegn þyngdartapinu: Líkaminn bregst við þyngdartapinu með að senda út efni sem orsaka gríðarhungur (meðal annars sultarhormónið ghrelin) og framleiðsla efna sem orsaka mettunartilfinningu (leptin) minnkar. Þessi mismunandi hormón virka á ákveðnar stöðvar í heilanum og hafa áhrif á hvernig heilinn bregst við – við borðum meira og verðum ekki eins södd og við ættum að vera þegar við erum búin að borða. Auk þessa bergst líkaminn við megrunn með að minnka verulega grunnbrensluna. Þetta útskýrir hvers vegna það er nánast ómögulegt að halda nýrri og lægri líkamsþyngd þegar megrun líkur.

Hvað megrun varðar má nefna slæmar og góðar fréttir; þær slæmu eru þegar maður hefur einu sinni framkvæmt einn virkilega góðan megrunnarkúr, lést um fleiri kíló og þyngst aftur, þá eru varnarkerfi líkamans virkjuð. Þess vegna átt þú aldrei aftur að reyna megrunnarkúr – vonbrigðin koma, þú munt þyngjast aftur.

Góðu fréttirnar eru að efnaskipta/offitu aðgerðir (magahjáveita/magaermi) virka; aðgerðirnar virka beint á hungur varnarkerfi líkamans, sem er staðsett í hormóna/ónæmiskerfi maga og efrri hluta mjógyrnis. Eftir aðgerð munt þú munt ekki finna fyrir mikilli hungurtilfinningu, þrátt fyrir verulegt þyngdartap.

í dag er vitað að varnarkerfi líkamans gegn þyngdartapi er líffræðileg og stjórnast af ofangreindum efnaskiptum. Hefur ekkért með; aga, greind, góða eða slæma siði og venjur að gera!

Þú ert sem sagt alveg eðlileg(ur).

Magahjáveita

Magahjáveituaðgerð er gerð með kviðarholsspeglun, í gegnum fimm lítil port. Aðgerðin er gerð í svæfingu – þú ert sofandi og finnur ekki til. Aðgerðin tekur um 35 mínútur.

Magahjáveitan virka á þrjá mismunandi vegu:

-maginn ( sem er ekki frátengdur) er gerður mjög lítill. Þetta gerir að maður verður að breyta matarvenjum sínum algerlega – einungis er hægt að borða litlar máltiðir í einu, maður þarf því að borða margar littlar máltíðir daglega, tyggja matinn vel og borða hægt.

– auk þessa er maður mikið minna svangur en áður. Þetta er vegna þess að búið er að tengja framhjá (fæðan kemur ekki í snertingu við) stæsta hluta magans og efri þriðjung mjógyrnis. Framleiðsla hungurhormóna (ss ghrelins) minnkar verulega (er framleitt í frátengda hlutanum).

-Hluti mjógyrnis er einnig frátengdur, en slímhimna mjógyrnis skynjar innihald fæðunnar. Verkunnarmátar hér eru flóknari. Maður fær meðal annars, aukna grunnbrenslu í líkamann, auk þess sem aðgerðin hefur áhrif á hvernig mat maður velur. Orsakar óþol gegn ýmsum matartegundum. Þú munnt ósjálfrátt velja og vilja borða betri og hollari mat en áður.

Kosturinn við magahjáveituaðgerðina er að aðgerðin áhrifamesta aðgerðin við offituvandamálinu og sú aðgerð sem mest reynsla er komin á (hefur verið gerð í marga áratugi). Lángtímaáhrif aðgerðarinnar eru vel þekkt. Aðal langtíma fylgikvill aðgerðarinnar er garnaflækja (innra kviðslit) sem getur gerst hjá um 1% sjúklinganna. Þessi fylgikvilli krefst nýrrar aðgerðar til að laga þetta (loka garnaglufunum).

Annar ókostur aðgerðar er svokallað „dumping“ sem er óþægindi og vanlíðan eftir mat, sérstaklega ef maður er ekki með góða rútínu á matarvenjum og matarvali.

Magaermi

Magaermi er framkvæmd með kviðarholsspeglun. Aðgerðin er gerð í svæfingu – þú ert sofandi og finnur ekki til. Aðgerðin tekur um 35 mínútur.

Magaermin hefur tvo megin verkunnarmáta:

-Stæsti hluti magans er fjarlægður (80-85%), maginn sem er skilinn eftir og er mjög lítill. Maginn sem er skilinn eftir verður sem ermi (rör) milli vélinda og skeifugarnar. Rúmmál erminnar (magans em er eftir) er því mjög takmarkað. Þetta gerir að maður verður að breyta matarvenjum sínum algerlega – einungis er hægt að borða litlar máltiðir í einu, maður þarf því að borða margar littlar máltíðir daglega, tyggja matinn vel og borða hægt.

– auk þessa er maður mikið minna svangur en áður. Vegna þess að búið er að fjarlægja stæsta hluta magans. Þarmeð eru einnig fjarlægt stór hluti að þeim frumum líkamans sem framleiða hungurhormónin -ghrelinfrumurnar.

Þessi aðgerð er nýrri á nálinni en magahjáveitan, var byrjað að gera í Svíþjóð 2005, en frá árinu 2012 hefur orðið veruleg aukning í magaermisaðgerðum.

Þetta er mikilvirk skurðaðgerð. „Þó ber að hafa í huga“ að magaermi er oft ekki eins áhrifarík og magahjáveituaðgerðin. Þess vegna hentar magaermin fremur sjúklingum með lægri þyngdarstuðul (BMI) og þeim sjúklingum sem varhugavert er að gera aðgerð á mjógyrni.

Ókostir magaerminnar eru að langtímaárangur aðgerðarinnar (meira en 15 ár) liggur ekki fyrir ennþá. Það er auk þess hætta á að þyngjast aftur með tímanum ef ekki tekst að leggja um lífstílinn. Aðal aukaverkun magaerminnar, sem hrjáir um þriðjung sjúklngana, er brjóstsviði (bakflæðisvandamál) og þarf hluti sjúklinganna lyfjameðferð vegna þessa.

SASI - aðgerð

SASI -aðgerð (single anastomosis sleeve ileal bypass) er mjógyrnishjáveita á ermi. Aðgerðin er gerð með kviðarholsspeglunnartækni. Aðgerðin er gerð í svæfingu – þú ert sofandi og finnur ekki til.

Fyst er gerð magaermi og síðan tengd mjógyrnislykkja neðst á ermina. Maturinn fer þarmeð tvær leiðir frá erminni: eðlilegu leiðina í gegnum skeifugörnina (10-30% af matnum) eða beint niður í neðri hluta mjógyrnis (70-90% af matnum). Um 20% af matnum fer eðlilegu leiðina, en um 80% beint niður í neðri helming mjógyrnis.

Aðgerðin hefur verið prófuð út í nokkur ár, en er nú farin að njóta meiri vinnsælda og í fleiri löndum.

SASI aðgerðn er einkum heppileg fyrir mjög þunga sjúklinga (BMI meira en 50) og sjúklinga sem áður hafa farið í magaermi en eru farnir að þyngjast verulega aftur.

Þar sem þessi aðgerð er ný á nálinni hjá okkur og mikilvægt að við fáum að fylgast sérstaklega vel með sjúklingunum sem fara í aðgerðina. Ef SASI-aðgerð er ákveðin, er fimm ára eftirlit hjá okkur skilyrði.

Lífið eftir aðgerð

Fyrstu vikurnar eftir aðgerð er mikilvægt að farið sé eftir reglum um mataræði: eingöngu fljótndi fæði í tvær vikur og maukfæði næstu tvær vikurnar. Eftir aðgerð eru blóðþynnandi sprautur eru notaðar í 10 daga og sýruhemjandi lyf í þrjá mánuði. Í byrjun er oft þörf á verkja- og ógleðilyfjum. Tveim viku eftir aðgerð byrjar maður að taka vítamínin. Eftir aðgerð er mikilvægt að taka eitt skref í einu. Aðgerðin mun hafa miklar beytingar í för með sér, sumar munu ganga að sjálfu sér meðan aðrar geta verið erfiðari að tileinka sér.

Fjórum vikum eftir aðgerð byrjar maður aftur að borða venjulegt fæði og byrjar aftur í vinnu. Smá saman kemst daglegt líf eðlilegar skorður og ýmillegt verður léttara.

Takmarkið nú er að tileinka sér nýjar (réttar) matarvenjur og lífstíl og fylgja síðan áfram alla ævi.

1 -borða 5-6 máltíðir daglega, dreyfa þeim jafnt yfir daginn.

2 -drekka ekki með matnum, en drekka miklli máltíðanna (grunnrreglan!).

3 -drekka vel af vökva milli mála. Grunnregla 1,5 lítrar að vökva (vatni) daglega. Þetta virðist einfalt, en það getur verið töluverð vinna að ná þessi fyrstu vikur eftir aðgerð. Fyrst eftir aðgerð næst oft einungis að drekku lítið magn í einu og maður þarf að vera stöðugt að. Útvegaðu þér vatnsflösku, sem þú ert stöðugt með við hendina, og taktu smá sopa í einu til að tryggja nægilega vökvainntöku fyrstu dagana eftir aðgerð.

4 -byra að taka vítamínin 2 vikum eftir aðgerð. GB Obesitas Skåne mælir með (í byrjun) Baricol Complete Pulver, sem þú pantar sjálf (ur) í gegnum Baricol Bariatrics heimasíðu. Það eru auðvita ýmsar aðrar lausnir hvað varðar vítamínin sem við munum kynna fyrir þér, en mikilvægast er að þú finnir vítamin sem þér líkar við og henta. Það er skilyrði að þú takir vítamin reglulega, daglega, ævilangt og fylgjast með næringarástandi í gegnum blóðprufur, óháð því hverning þér líður. Þeir sem hafa farið í aðgerð eiga að líta á vítamínin sem „lyfin sín“.

5 -dagleg hreyfing. Auka daglega virkni eftir aðgerð! Öll reyfing er af hinu góða. Finndu út hvaða tegund af hreyfingu og líkamsrækt þér hentar best og hafðu sem hluta af þínum nýju rútinum til að „skapa nýjan lífstíl“. Mikilvægt að setja sér „háleit markmið“ hvað varðar hreyfingu, en án þess að ofgera (annars gefst maður upp fyrr en síðar). Það er venjurnar og ífstíllin sem gerir úitslagið.

 

Það getur verið erfitt að ná tökum á öllum þessum 5 punktum í einu í byrjun, markmiðið er að ná tökum á þeim öllum smá saman. Þegar maður er kominn vel í gang, verður þetta ósjálfrátt hluti af hinum nýja lífstíl. Fyrir all flesta tekur þetta 3 mánuði til eitt ár. Við getum sjálfsagt veitt leiðbeiningar og hjálp.