Yfir helmingur að fullorðnum Íslendingum eru of þungir. Þeir sem eru of þungir og ætla að taka á sínum málum reyna oftast einhvern megrunnarkúr. Megrunnarkúrar hafa það allir sameiginlegt að neytt er færri hitaeininga en líkaminn þarf – líkaminn fer í sultarástand og maður léttist. Þetta gengur meðan á megrunnarkúrnum stendur. Vandamálið byrjar er megrunnarkúrnum lýkur og og maður reynir að viðhalda nýrri og léttari líkamsþyngd.
Orsök þess að það er mjög erfitt að viðhalda nýrri og léttari líkamsþyngd er að líkamin fer að verja sig gegn þyngdartapinu: Líkaminn bregst við þyngdartapinu með að senda út efni sem orsaka gríðarhungur (meðal annars sultarhormónið ghrelin) og framleiðsla efna sem orsaka mettunartilfinningu (leptin) minnkar. Þessi mismunandi hormón virka á ákveðnar stöðvar í heilanum og hafa áhrif á hvernig heilinn bregst við – við borðum meira og verðum ekki eins södd og við ættum að vera þegar við erum búin að borða. Auk þessa bergst líkaminn við megrunn með að minnka verulega grunnbrensluna. Þetta útskýrir hvers vegna það er nánast ómögulegt að halda nýrri og lægri líkamsþyngd þegar megrun líkur.
Hvað megrun varðar má nefna slæmar og góðar fréttir; þær slæmu eru þegar maður hefur einu sinni framkvæmt einn virkilega góðan megrunnarkúr, lést um fleiri kíló og þyngst aftur, þá eru varnarkerfi líkamans virkjuð. Þess vegna átt þú aldrei aftur að reyna megrunnarkúr – vonbrigðin koma, þú munt þyngjast aftur.