Markmið okkar er að annast sjúklinga sem leita til okkar og óska meðferðar á kosnað hins opinbera. Sjúklinga sem leita til okkar beint eða með tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun. Sjúkratrygginga Íslands kostar meðferð sjúklinga sem fara þessa leið.
Við önnumst þessa þjónustu fyrir Sjúkratryggingar Íslands.

Sjúklingar þurfa að hafa farið í gegnum mat og formeðferð á meðferðarstofnun á Íslandi svo sem Reykjalundi, Heilsuborg eða Kristnesi. Ef skurðaðgerð er ákveðin er send umsókn til aðgerðar á LHS. Þegar biðlistinn á LHS er lengri en þrír mánuðir er hægt að sækja um til Sjúkratrygginga Íslands um aðgerð erlendis. BG Obesitas Skåne hefur samvinnu við SÍ um slíka meðferð. Formeðferð er mikilvæg svo sjúklingur sé vel upplýstur um mataræði, heyfingu og hollan lífstíl. Einnig er mikilvægt að sjúklingur hafi fengið greinagóðar upplýsingar um verkunnarmáta, eðli og áhættur aðgerðanna sem eru gerðar. Þú getur leitað beint til GB Obestias með spurningar tengdri hugsanlegri aðgerð.

Þú getur gjarnan pantað tíma á Heilsuborg Hirti Gíslasyni skurðlækni. Han mun fara í gegnum sjúkrasögu þína og ræða við þig um hvort ábending sé fyrir aðgerð. Ræða við þig hvaða aðgerð muni líklegast hentar þér best. Ef ákveði er að aðgerð sé góður kostur fyrir þig er aðgerð planlögð og settur upp aðgerðardagur.

Eftir aðgerðina liggur sjúklingur inni fram á næsta dag en stundum er þörf á einum auka legudegi. Sjúklingar sem koma til skurðaðgerðar frá Íslandi til Malmö þurfa að vera í Malmö í tvo til þrjá daga áður en flogið er heim til Íslands. Hættan á fylgikvillum er mest fyrstu dagan eftir aðgerðina. Ef þörf er á geta sjúklingar komið beint á aðgerðarklínikkina. Skurðlæknir og aðgerðarteymi eru á vakt allan sólahringinn.

Eftirlit á Íslandi er í höndum Hjartar Gíslasonar skurðlæknis í samvinnu við meðferðarteymi offituaðgerða á Landspítalanum eða á Heilsuborg.

.