Upplýsinga filmur

Í myndunum sem hér eru sýndar eru ýmsar nytsamar upplýsingar fyrir þá sem íhuga skurðaðgerð.

Lífeðlisfræði stjórnunnar (varðveislu) líkamsþyngdar 2:52

Of há líkamsþyngd og fylgisjúkdómar tengdir offitu eru vaxandi þjóðfélagsvandamál. En hvernig bregst líkami okkar við þyngdaraukningu?

Magahjáveita 2:24

Er sú skurðaðgerð við offitu/efnaskipðtasjúkdómum sem hefur verið gerð lengst og langtímaárangur best þekktur. Aðgerðin hefur marga verkunnarmáta.

Magaermi 2:30

Magaermi er mikilvirk skurðaðgerð, en langtímaárangur er enn óviss (hefur verið framkvæmd í 15-20 ár). Aðgerðin virðist sérstaklega hentug (nægilega áhrifarík) fyrir sjúklinga með lægri þyngdarstuðul (BMI minna en 45).

SASI 1:16

SASI – ermi með hjáveitulykkju neðst (single anastomosis sleeve ileal bypass) er ný aðgerð sem við bjóðum upp á og getur hentað vel ákveðnum sjúklingum.

Lífið eftir offitu/efnaskiptaskurðaðgerð 3:15

Fyrir aðgerð beinist athyglin venjulega mest að sjálfri aðgerðinni. En hvað svo? Eftir aðgerðina eru ýmsar berytingar á mataræði og lífstíl algert lykilatriði svo langtímaárangur verði góður.